Fjárhagsleg endurskipulagning

Stöðumat

Óháð úttekt á fjárhagslegri stöðu fyrirtækis út frá skulda- og greiðslustöðu þess.
 

Endurskipulagning efnahags

Tillögur unnar að endurskipulagningu fjárhags fyrirtækis. Hlutföll bankalána, áhættulána og eigin fjár greind út frá mögulegum tryggingum og greiðslubyrgði . Hugsanleg þátttaka lánveitenda í framtíðarhagnaði.
 

Næmnigreiningar

Gerðar greiningar á því hvernig helstu breytur geta haft áhrif á efnahag og greiðsluhæfi fyrirtækis.
 

Samningar við lánastofnanir

Unnið með fyrirtæki í að semja við lánastofnanir, oft eftir að unnið hefur verið í verkefnunum sem eru skilgreind hér að ofan