Þjónusta

Sérfræðingar okkar hafa mikla þekkingu af fjármálum erlendis og þekkja vel til íslenskra fyrirtækja, starfsemi þeirra og umhverfis og hafa haft umsjón með fjölda fjármálaverkefna þeim tengdum hér á landi og erlendis. Ráðgjafar Centra hafa unnið með flestum stórum fyrirtækjum á Íslandi við verkefni s.s. kaup og sölur eigna, fjármögnun, virðisrýrnunarpróf, álitsgerðir, samruna og verðmöt.

Við höfum ríkan skilning á mikilvægi fyrirtækjaráðgjafar við framkvæmd stefnu fyrirtækja, hvort sem markmiðið er að taka yfir ný viðskipti eða selja eldri, leita nýrra tækifæra eða almennt að auka verðmæti fyrirtækis. Ráðgjöf okkar byggir á samvinnu, heildstæðri stefnumörkun og skilvirkri aðferðafræði sem skilar sér í betri viðskiptaákvörðunum og traustum viðskiptasamböndum

Dæmi um verkefni sem ráðgjafar okkar hafa leitt:

  • Umsjón með útboði skuldabréfa og hlutabréfa
  • Skráning skuldabréfa í kauphöll
  • Hagkvæmniathugun í tengslum við stærri fjárfestingar
  • Ráðgjöf í tengslum við kaup og fjármögnun á íbúðum og verslunarhúsnæði
  • Ráðgjöf við kaup á stærsta afþreyingarfyrirtæki landsins
  • Verðmat á tryggingafélögum
  • Fjárhagsleg endurskipulagning leiðandi fasteignafélaga
  • Útdeiling kaupverðs og virðisrýrnunarpróf fyrir stórfyrirtæki hér á landi og erlendis